Skilmálar
Almennt
Grundarsmári ehf. áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.
Afhending vöru
Allar vörur eru afgreiddar næsta virka dag eftir pöntun. Sé varan ekki til á lager mun þjónustufulltrúi hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Öllum pöntunum er dreift af Íslandspósti eða Eimskip og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar þeirra um afhendingu vörunnar. Grundarsmári ehf. ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Crystal Nails til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda.
Skilafrestur og endurgreiðsluréttur
Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. Endurgreiðsla er framkvæmd með inneignarnótu. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd. Vinsamlegast hafið samband við Crystal Nails með spurningar.
Verð
Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara.
Skattar og Gjöld
Öll verð í netversluninni eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK.
Úrlausn vafamála
Ávallt skal reyna að leysa öll mál á sem einfaldastan hátt. Ef það er ekki mögulegt er hægt að bera málið undir Kærunefnd þjónustu og lausafjárskaupa sem hýst er af Neytendastofu.. Sem síðasta úrræði er hægt að fara með málið fyrir dómstóla. Það skal gera í íslenskri lögsögu og í lögsagnarumdæmi seljanda.
Persónuverndarstefna
Yfirlýsing um persónuvernd
Grundarsmári ehf, kt. 551208-1760, Fannafold 167, 112 Reykjavík, hér eftir nefnt Grundarsmári eða félagið, er umhugað um að tryggja persónuvernd og öryggi gagna sem fyrirtækið meðhöndlar. Í persónuverndarstefnu Grundarsmára kemur fram í hvaða tilgangi persónuupplýsingum er safnað og hvernig farið er með slík gögn. Markmið Grundarsmára er að starfsmenn, viðskiptavinir, aðrir viðsemjendur og einstaklingar, eins og við á hverju sinni, séu upplýstir um hvernig fyrirtækið safnar og vinnur persónuupplýsinga
Ábyrgð
Grundarsmári vinnur eða meðhöndlar persónuupplýsingar sem fyrirtækið safnar ýmist sem ábyrgðaraðili. Grundarsmári er ábyrgðaraðili þeirra persónuupplýsinga sem veittar eru fyrirtækinu.
Söfnun og meðferð upplýsinga
Grundarsmári safnar upplýsingum um starfsmenn, viðskiptavini, og birgja sem fyrirtækinu er skylt að varðveita í samræmi við lög og reglur, samninga, samþykki hins skráða eða vegna annarra lögmætra hagsmuna félagsins.
Grundarsmári safnar persónupplýsingum um viðskiptavini sína í þrennskonar tilgangi; til að veita þeim aðgang að vörum og þjónustu í samræmi við ákvæði viðskiptasamninga, til að tryggja að þjónusta sé löguð að þeirra þörfum og til að miðla til þeirra upplýsingum í markaðslegum tilgangi.
Grundarsmári safnar einungis upplýsingum sem nauðsynlegar eru til að veita ráðgjöf eða þjónustu hverju sinni. Kjósi viðskiptavinur að veita ekki persónuupplýsingar kann það að leiða til þess að Grundarsmári geti ekki veitt umbeðna þjónustu.
Miðlun persónuupplýsinga
Grundarsmári nýtir aldrei persónuupplýsingar í öðrum tilgangi en þeim þær voru fengnar til. Félagið geymir aldrei persónuupplýsingar lengur en nauðsynlegt þykir í samræmi við lög, reglur eða ákvæði samninga sem félagið hefur gert.
Grundarsmári miðlar ekki persónuupplýsingum til þriðja aðila nema að lagaheimild standi til þess, að fengnu samþykki einstaklings eða í samræmi við ákvæði samninga sem félagið hefur gert. Grundarsmára er heimilt að miðla persónuupplýsingum til þriðja aðila (vinnsluaðila) sem er þjónustuveitandi eða verktaki á vegum fyrirtækisins, og þá í þeim tilgangi að ljúka við verkefni eða veita viðskiptavinum þjónustu eða vöru samkvæmt samningi. Grundarsmári afhendir vinnsluaðilum einungis þær persónuupplýsingar sem þykja nauðsynlegar til að ná framangreindum tilgangi.
Í þeim tilfellum þegar vinnsluaðili eða annar þriðji aðili fær aðgang að persónuupplýsingum, tryggir Grundarsmári trúnað og að gögnum sé eytt að vinnslu lokinni. Grundarsmári leigir aldrei eða selur persónulegar upplýsingar um viðskiptavini.
Öryggi gagna
Grundarsmári leggur áherslu á að tryggja að varðveislu persónuupplýsinga á öruggan hátt. Grundarsmári tryggir að viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar öryggisráðstafanir séu gerðar til að tryggja örugga meðferð gagna hverju sinni.
Persónuverndarstefna Grundarsmára er endurskoðuð reglulega og stefna fyrirtækisins er að vera eins skýr og berorð um hvernig fyrirtækið safnar persónuupplýsingum og í hvaða tilgangi upplýsingarnar eru notaðar. Grundarsmári áskilur sér rétt til þess að breyta persónuverndarstefnunni hvenær sem er, án fyrirvara. Ný útgáfa skal auðkennd með útgáfudegi. Persónuverndarstefnu Grundarsmára má finna á www.crystalnails.is. Allar fyrirspurnir um meðhöndlun persónuupplýsinga og persónuverndarstefnu grundarsmára skal senda á netfangið hbjornsson@live.com